Allt gert til að bjarga þremur skólastúlkum úr rústum skóla Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 20:00 Rúmlega fimmtíu manns hefur verið bjargað lifandi úr húsarústum í Mexíkó borg frá því gífurlega öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn hafa tímunum saman reynt að bjarga þremur skólastúlkum sem eru fastar í rústum skóla sem hrundi í skjálftanum. Nú er staðfest að 237 manns hafa látið lífið í jarðskjálftanum á þriðjudag sem mældist 7,1 stig. Gífurleg eyðilegging blasir við og um 1.900 manns slösuðust í skjálftanum. Tala látinna á hins vegar örugglega eftir að hækka því enn er leitað í húsarústum. Bjögurnarsbeitarmenn hafa verið klukkustundum saman við einn skóla borgarinnar eftir að þeir heyrðu neyðaróp ungrar stúlku sem er föst í rústunum, en hún liggur undir tveimur hæðum húsins sem hrundu ofan á hana. Rodolfo Ruvalcavanumber einn björgunarsveitarmanna við skólann segir að stúlkan hafi náð að segja björgunarsveitarfólki að hún héti Frida. „Þar að auki gat hún greint okkur frá því að tvö önnur börn væru með henni í rústunum ásamt tveimur líkum.Við vitum ekki enn hvort fleiri eru á lífi. Við höfum einungis heyrt í þremur börnum sem staðfestir að þau eru á lífi. Þá höfum við greint þrjú lík með myndavélum okkar,“ segir Ruvalcavanumber. Frida er tólf ára gömul og eftir að björgunarmenn heyrðu í henni og sáu fingur hennar hreyfast í gati á rústunum vöknuðu vonir um að fleiri en hún og tvær skólasystur hennar gætu verið á lífi í rústunum. Ellefu skólabörnum hefur verið bjargað á lífi úr rústum skólans, en sex til fimmtán ára gömul börn sóttu þar nám. Lík af tuttugu og einu barni hafa fundist í rúsum skólans og lík fjögurra fullorðinna. Fimmtíu manns hefur nú þegar verið bjargað á lífi úr rúsum hér og þar í borginni. Örþreyttu björgunarfólki berst liðsauki hvaðan af, meðal annars frá japan. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Rúmlega fimmtíu manns hefur verið bjargað lifandi úr húsarústum í Mexíkó borg frá því gífurlega öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina á þriðjudag. Björgunarsveitarmenn hafa tímunum saman reynt að bjarga þremur skólastúlkum sem eru fastar í rústum skóla sem hrundi í skjálftanum. Nú er staðfest að 237 manns hafa látið lífið í jarðskjálftanum á þriðjudag sem mældist 7,1 stig. Gífurleg eyðilegging blasir við og um 1.900 manns slösuðust í skjálftanum. Tala látinna á hins vegar örugglega eftir að hækka því enn er leitað í húsarústum. Bjögurnarsbeitarmenn hafa verið klukkustundum saman við einn skóla borgarinnar eftir að þeir heyrðu neyðaróp ungrar stúlku sem er föst í rústunum, en hún liggur undir tveimur hæðum húsins sem hrundu ofan á hana. Rodolfo Ruvalcavanumber einn björgunarsveitarmanna við skólann segir að stúlkan hafi náð að segja björgunarsveitarfólki að hún héti Frida. „Þar að auki gat hún greint okkur frá því að tvö önnur börn væru með henni í rústunum ásamt tveimur líkum.Við vitum ekki enn hvort fleiri eru á lífi. Við höfum einungis heyrt í þremur börnum sem staðfestir að þau eru á lífi. Þá höfum við greint þrjú lík með myndavélum okkar,“ segir Ruvalcavanumber. Frida er tólf ára gömul og eftir að björgunarmenn heyrðu í henni og sáu fingur hennar hreyfast í gati á rústunum vöknuðu vonir um að fleiri en hún og tvær skólasystur hennar gætu verið á lífi í rústunum. Ellefu skólabörnum hefur verið bjargað á lífi úr rústum skólans, en sex til fimmtán ára gömul börn sóttu þar nám. Lík af tuttugu og einu barni hafa fundist í rúsum skólans og lík fjögurra fullorðinna. Fimmtíu manns hefur nú þegar verið bjargað á lífi úr rúsum hér og þar í borginni. Örþreyttu björgunarfólki berst liðsauki hvaðan af, meðal annars frá japan.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira