Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 08:21 Það á sér langa sögu að íþróttamenn mótmæli óréttlæti inni á vellinum en Donald Trump bandaríkjaforseta finnst að reka eigi þá sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. Margar af þekktustu íþróttastjörnum Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. Trump kom fram í Alabama á föstudaginn og hélt ræðu þar sem hann sagði: „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn.““ „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn. Hann biðlaði einnig til áhorfenda að yfirgefa leikvanga þegar þeir sjá mótmæli leikmanna og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra. Ýmsir fótbolta- og körfuboltamenn hafa harðlega gagnrýnt forsetann vegna ummælanna. Roger Goodell, yfirmaður NFL–deildarinnar, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ummælin væru einungis til þess að skapa sundrung og sýndu „óheppilegan skort á virðingu,“ að því er fram kemur í frétt BBC. Trump brást þá einnig við ummælum Goodell á Twitter og sagði honum að skikka leikmenn til að standa undir þjóðsöngnum. Roger Goodell of NFL just put out a statement trying to justify the total disrespect certain players show to our country.Tell them to stand!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2017 Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Stéttarfélag NFL-leikmanna hefur einnig blandað sér í málið og segir að forsetinn hafi gengið of langt með því að segja leikmönnum að „halda kjafti og spila.“ Eric Winston, forseti The NFL Players‘ Association, sagði að ummæli forsetans væru eins og blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafi fyrir mannréttindum svartra í gegnum tíðina.Nú virðist sem íþróttamenn í öllum deildum hafi fengið nóg. Í gærkvöldi tók hafnaboltaleikmaðurinn Bruce Maxwell af skarið í sinni deild og kraup á kné þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leik, líkt og Kapernick gerði á síðasta tímabili.A’s Bruce Maxwell just took a knee during anthem. He is the first in #MLB to do it. @sfchronicle@SFGate#baseball#Oakland#athleticspic.twitter.com/xJMeAskC4z — Santiago Mejia (@SantiagoMejia) September 24, 2017 Hann sagðist vilja krjúpa fyrir þá raddlausu og þvertók fyrir að sýna landi sínu eða fána vanvirðingu, en faðir hans er í bandaríska hernum.Stephen Curry sést hér til hægri við Barack Obama árið 2015 þegar liðinu var boðið í Hvíta húsið eftir sigur í NBA deildinni.Vísir/GettyÞá náði Trump einnig að reita fjölmargar körfuboltastjörnur til reiði í gær þegar hann dró til baka boð til meistaraliðsins Golden State Warriors um að heimsækja Hvíta húsið. Virtist Trump ekki líka það að Stephen Curry, ein skærasta stjarna liðsins, sagði að hann myndi ekki mæta í boðið. Curry sagðist vilja sýna að hann og liðsfélagar hans stæðu ekki fyrir það sem forsetinn hefur sagt. LeBron James kom þá kollega sínum í NBA-deildinni til varnar og kallaði forsetann ónytjung. „Það var heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist,“ skrifaði James og körfuboltastjarnan Kobe Bryant blandaði sér einnig í umræðurnar.Going to the White House is considered a great honor for a championship team.Stephen Curry is hesitating,therefore invitation is withdrawn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2017 U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 A #POTUS whose name alone creates division and anger. Whose words inspire dissension and hatred can't possibly "Make America Great Again"— Kobe Bryant (@kobebryant) September 23, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Stephen Curry ekki boðið í Hvíta húsið Stephen Curry er ekki lengur velkominn í Hvíta húsið. Þetta sagði Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. 23. september 2017 14:45 Trump slær heimboð til NBA-meistaranna af borðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur dregið heimboð sitt til NBA-meistaranna í Golden State Warriors til baka en um er að ræða árlega hefð. Í leiðinni skaut hann á helstu stjörnu liðsins, Stephen Curry, en sá hefur ýjað að því að hann myndi ekki þiggja heimboð forsetans. 23. september 2017 14:28 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Margar af þekktustu íþróttastjörnum Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. Trump kom fram í Alabama á föstudaginn og hélt ræðu þar sem hann sagði: „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn.““ „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn. Hann biðlaði einnig til áhorfenda að yfirgefa leikvanga þegar þeir sjá mótmæli leikmanna og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra. Ýmsir fótbolta- og körfuboltamenn hafa harðlega gagnrýnt forsetann vegna ummælanna. Roger Goodell, yfirmaður NFL–deildarinnar, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ummælin væru einungis til þess að skapa sundrung og sýndu „óheppilegan skort á virðingu,“ að því er fram kemur í frétt BBC. Trump brást þá einnig við ummælum Goodell á Twitter og sagði honum að skikka leikmenn til að standa undir þjóðsöngnum. Roger Goodell of NFL just put out a statement trying to justify the total disrespect certain players show to our country.Tell them to stand!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2017 Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Stéttarfélag NFL-leikmanna hefur einnig blandað sér í málið og segir að forsetinn hafi gengið of langt með því að segja leikmönnum að „halda kjafti og spila.“ Eric Winston, forseti The NFL Players‘ Association, sagði að ummæli forsetans væru eins og blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafi fyrir mannréttindum svartra í gegnum tíðina.Nú virðist sem íþróttamenn í öllum deildum hafi fengið nóg. Í gærkvöldi tók hafnaboltaleikmaðurinn Bruce Maxwell af skarið í sinni deild og kraup á kné þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leik, líkt og Kapernick gerði á síðasta tímabili.A’s Bruce Maxwell just took a knee during anthem. He is the first in #MLB to do it. @sfchronicle@SFGate#baseball#Oakland#athleticspic.twitter.com/xJMeAskC4z — Santiago Mejia (@SantiagoMejia) September 24, 2017 Hann sagðist vilja krjúpa fyrir þá raddlausu og þvertók fyrir að sýna landi sínu eða fána vanvirðingu, en faðir hans er í bandaríska hernum.Stephen Curry sést hér til hægri við Barack Obama árið 2015 þegar liðinu var boðið í Hvíta húsið eftir sigur í NBA deildinni.Vísir/GettyÞá náði Trump einnig að reita fjölmargar körfuboltastjörnur til reiði í gær þegar hann dró til baka boð til meistaraliðsins Golden State Warriors um að heimsækja Hvíta húsið. Virtist Trump ekki líka það að Stephen Curry, ein skærasta stjarna liðsins, sagði að hann myndi ekki mæta í boðið. Curry sagðist vilja sýna að hann og liðsfélagar hans stæðu ekki fyrir það sem forsetinn hefur sagt. LeBron James kom þá kollega sínum í NBA-deildinni til varnar og kallaði forsetann ónytjung. „Það var heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist,“ skrifaði James og körfuboltastjarnan Kobe Bryant blandaði sér einnig í umræðurnar.Going to the White House is considered a great honor for a championship team.Stephen Curry is hesitating,therefore invitation is withdrawn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 23, 2017 U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 A #POTUS whose name alone creates division and anger. Whose words inspire dissension and hatred can't possibly "Make America Great Again"— Kobe Bryant (@kobebryant) September 23, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Stephen Curry ekki boðið í Hvíta húsið Stephen Curry er ekki lengur velkominn í Hvíta húsið. Þetta sagði Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. 23. september 2017 14:45 Trump slær heimboð til NBA-meistaranna af borðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur dregið heimboð sitt til NBA-meistaranna í Golden State Warriors til baka en um er að ræða árlega hefð. Í leiðinni skaut hann á helstu stjörnu liðsins, Stephen Curry, en sá hefur ýjað að því að hann myndi ekki þiggja heimboð forsetans. 23. september 2017 14:28 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Stephen Curry ekki boðið í Hvíta húsið Stephen Curry er ekki lengur velkominn í Hvíta húsið. Þetta sagði Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. 23. september 2017 14:45
Trump slær heimboð til NBA-meistaranna af borðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur dregið heimboð sitt til NBA-meistaranna í Golden State Warriors til baka en um er að ræða árlega hefð. Í leiðinni skaut hann á helstu stjörnu liðsins, Stephen Curry, en sá hefur ýjað að því að hann myndi ekki þiggja heimboð forsetans. 23. september 2017 14:28
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30