Það sem Dagur Sig veit um stöðu mála hjá Aroni Pálmarssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 09:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira