Ætla að byggja geimstöð á braut um tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2017 15:30 Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. NASA Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það. Vísindi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það.
Vísindi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira