Bandaríski tæknirisinn Google hefur áfrýjað sektinni sem Evrópusambandið dæmdi hann til að greiða í júní síðastliðinn vegna samkeppnisbrota. Sektin hljóðaði upp á 2,42 milljarða evra, eða um 309 milljarða króna á núvirði. Forture greinir frá.
Google var sektað fyrir brot á samkeppnislögum sambandsins og sagði í dómi framkvæmdastjórnarinnar að tölvurisinn hafi veitt eigin netverslun forgang umfram aðrar í leitarvél sinni.
Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei í sögunni sektað fyrirtæki um eins háa upphæð, en rannsókn ESB hófst fyrir sjö árum síðan.
Talið er málið kunni að verða til meðferðar hjá Evrópudómstólnum í nokkur ár áður en niðurstaða næst.
Google áfrýjar metsekt Evrópusambandsins

Tengdar fréttir

ESB sektar Google um 283 milljarða króna
Að dómi framkvæmdastjórnar ESB hefur Google gerst brotlegt við samkeppnislög.