Ráðherra reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 16:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira