Ráðherra reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 16:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira