Valtteri Bottas áfram hjá Mercedes Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. september 2017 13:45 Valtteri Bottas er sáttur við nýjan samning við Mercedes. Vísir/Getty Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes liðsins hefur framlengt við liðið út næsta tímabil. Bottas var fenginn til Mercedes frá Williams fyrir yfirstandandi tímabil. Hann fékk tækifærið með heimsmeisturum í keppni bílasmiða eftir að Nico Rosberg, heimsmeistari ökumanna hætti óvænt í Formúlu 1 eftir tímabilið í fyrra. „Síðan ég kom til liðsins í janúar hefu ég notið þess að vinna hér hvern einasta dag. Móttökurnar voru góðar og sömuleiðis hefur stuðningurinn frá liðinu og aðdáendum þess verið ómetanlegur,“ sagði Bottas. „Fyrir liðið er það góð aukaafurð að það ríkir virðing á milli ökumanna okkar. Þeir vinna vel saman og eru það sem við þurfum til að takast á við keppinauta okkar,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Bottas hefur unnið tvær keppnir á tímabilinu og er í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Bottas hefur auk tveggja unninna keppna náð í sjö verðlaunasæti. Hann er 41 stigi á eftir liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Bottas hefur raunar enn möguleika á að verða heimsmeistari ökumanna. Hins vegar er líklegt að hann muni þurfa að starfa í þjónustu Hamilton það sem eftir er af tímabilinu til að tryggja að Hamilton eigi betri möguleika á að landa titlinum í baráttunni við Sebastian Vettel á Ferrari. Formúla Tengdar fréttir Porsche hefur áhuga á Formúlu 1 Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur gefið það út að áhugi sé innanhúss fyrir þátttöku í Formúlu 1. Porsche vill skoða innkomu árið 2021 með nýrri vélareglugerð. 7. september 2017 20:30 Carlos Sainz til Renault og McLaren fær Renault vélar Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso hefur skrifað undir samning við Renault liðið og mun aka þar á næsta tímabili. Það þýðir að McLaren mun fá Renault vélar á næsta ári. 10. september 2017 22:30 Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes liðsins hefur framlengt við liðið út næsta tímabil. Bottas var fenginn til Mercedes frá Williams fyrir yfirstandandi tímabil. Hann fékk tækifærið með heimsmeisturum í keppni bílasmiða eftir að Nico Rosberg, heimsmeistari ökumanna hætti óvænt í Formúlu 1 eftir tímabilið í fyrra. „Síðan ég kom til liðsins í janúar hefu ég notið þess að vinna hér hvern einasta dag. Móttökurnar voru góðar og sömuleiðis hefur stuðningurinn frá liðinu og aðdáendum þess verið ómetanlegur,“ sagði Bottas. „Fyrir liðið er það góð aukaafurð að það ríkir virðing á milli ökumanna okkar. Þeir vinna vel saman og eru það sem við þurfum til að takast á við keppinauta okkar,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Bottas hefur unnið tvær keppnir á tímabilinu og er í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Bottas hefur auk tveggja unninna keppna náð í sjö verðlaunasæti. Hann er 41 stigi á eftir liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Bottas hefur raunar enn möguleika á að verða heimsmeistari ökumanna. Hins vegar er líklegt að hann muni þurfa að starfa í þjónustu Hamilton það sem eftir er af tímabilinu til að tryggja að Hamilton eigi betri möguleika á að landa titlinum í baráttunni við Sebastian Vettel á Ferrari.
Formúla Tengdar fréttir Porsche hefur áhuga á Formúlu 1 Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur gefið það út að áhugi sé innanhúss fyrir þátttöku í Formúlu 1. Porsche vill skoða innkomu árið 2021 með nýrri vélareglugerð. 7. september 2017 20:30 Carlos Sainz til Renault og McLaren fær Renault vélar Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso hefur skrifað undir samning við Renault liðið og mun aka þar á næsta tímabili. Það þýðir að McLaren mun fá Renault vélar á næsta ári. 10. september 2017 22:30 Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Porsche hefur áhuga á Formúlu 1 Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur gefið það út að áhugi sé innanhúss fyrir þátttöku í Formúlu 1. Porsche vill skoða innkomu árið 2021 með nýrri vélareglugerð. 7. september 2017 20:30
Carlos Sainz til Renault og McLaren fær Renault vélar Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso hefur skrifað undir samning við Renault liðið og mun aka þar á næsta tímabili. Það þýðir að McLaren mun fá Renault vélar á næsta ári. 10. september 2017 22:30
Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti