Breytt mataræði Óttar Guðmundsson skrifar 16. september 2017 07:00 Allt er breytingum undirorpið. Einu sinni áttu flestir foreldrar fjögur börn, nú eiga flest börn fjögur foreldri. Á liðinni öld þótti mataræði Íslendinga ákaflega fábreytt. Ýsa eða þorskur í flest mál og lambakjöt á sunnudögum. Börn sem fúlsuðu við þessum matseðli voru kölluð matvönd. Þegar leitað var læknis vegna matvendni fengu foreldrar venjulega sama svarið; „svangt barn borðar“, sem þýddi að barnið ætti að éta það sem væri á borðum. Uppeldi barna hefur gjörbreyst. Foreldrar nálgast barnið eins og jafningja. Í staðinn fyrir reglur og aga eru komnar endalausar samningaviðræður þar sem foreldrar láta venjulega í minni pokann. Þetta er sérlega áberandi á matmálstímum. Börnin taka öll völd og nú er boðið upp á fjórréttaðan matseðil á flestum heimilum til að koma til móts við sérkröfur barna og unglinga. Foreldrar hafa lært að taka tillit til fæðuofnæmis og mataróþols sem enginn vissi að væri til fyrir 20-30 árum. Þrátt fyrir fjölbreytta matseðla gengur ekki þrautalaust að koma matnum ofan í ungviðið. Matmálstímar einkennast af átökum og frekari samningum. Allir áhugamenn um stjórnun, uppeldi og matseld hljóta þó að fagna þessum umskiptum. Börnin læra að stjórna umhverfi sínu með því að borða ekki eða krefjast matrétta sem ógjörningur er að matreiða. Þetta stjórntæki mun nýtast þeim vel síðar á lífsleiðinni í leik og starfi. Matarmenning þjóðarinnar hefur tekið stórstígum framförum enda er matseldin á heimilunum orðin jafn umfangsmikil og á meðalstóru veitingahúsi með flóknum matseðlum. Foreldrar læra að elda bæði gómsæta vegan-rétti og margbrotna máltíð úr kókosmjólk, hnetum og sojabaunum. Er nema von að sauðkindin hafi látið undan síga á matseðlum landsmanna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Allt er breytingum undirorpið. Einu sinni áttu flestir foreldrar fjögur börn, nú eiga flest börn fjögur foreldri. Á liðinni öld þótti mataræði Íslendinga ákaflega fábreytt. Ýsa eða þorskur í flest mál og lambakjöt á sunnudögum. Börn sem fúlsuðu við þessum matseðli voru kölluð matvönd. Þegar leitað var læknis vegna matvendni fengu foreldrar venjulega sama svarið; „svangt barn borðar“, sem þýddi að barnið ætti að éta það sem væri á borðum. Uppeldi barna hefur gjörbreyst. Foreldrar nálgast barnið eins og jafningja. Í staðinn fyrir reglur og aga eru komnar endalausar samningaviðræður þar sem foreldrar láta venjulega í minni pokann. Þetta er sérlega áberandi á matmálstímum. Börnin taka öll völd og nú er boðið upp á fjórréttaðan matseðil á flestum heimilum til að koma til móts við sérkröfur barna og unglinga. Foreldrar hafa lært að taka tillit til fæðuofnæmis og mataróþols sem enginn vissi að væri til fyrir 20-30 árum. Þrátt fyrir fjölbreytta matseðla gengur ekki þrautalaust að koma matnum ofan í ungviðið. Matmálstímar einkennast af átökum og frekari samningum. Allir áhugamenn um stjórnun, uppeldi og matseld hljóta þó að fagna þessum umskiptum. Börnin læra að stjórna umhverfi sínu með því að borða ekki eða krefjast matrétta sem ógjörningur er að matreiða. Þetta stjórntæki mun nýtast þeim vel síðar á lífsleiðinni í leik og starfi. Matarmenning þjóðarinnar hefur tekið stórstígum framförum enda er matseldin á heimilunum orðin jafn umfangsmikil og á meðalstóru veitingahúsi með flóknum matseðlum. Foreldrar læra að elda bæði gómsæta vegan-rétti og margbrotna máltíð úr kókosmjólk, hnetum og sojabaunum. Er nema von að sauðkindin hafi látið undan síga á matseðlum landsmanna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun