Viðbúnaðarstig hækkað í Lundúnum: Óttast fleiri árásir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 09:48 Hermenn koma til með að standa vörð á götum Lundúnarborgar. Vísir/AFP Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47