Trump mun leita bandamanna á allsherjarþingi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt. Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt.
Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira