Bílskúrinn: Straumhvörf í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. september 2017 16:15 Lewis Hamilton ásamt Valtteri Bottas á verðlaunapallinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom inn í keppnishelgina, frekar niðurlútur og bjóst ekki við miklu úr keppninni, sem hann vann svo. Með því tók hann mikið forskot í heimsmeistarakeppnni ökumanna. Hvernig kom sigur Hamilton til? Hvað varð Ferrari að falli? Kristalkúlan verður dregin fram og spá blaðamanns um titla birt. Hvert verður framhaldið í vélamálum? Hver var ökumaður keppninnar? Allt þetta verður tekið fyrir í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var kampa(víns)kátur eftir keppnina.Vísir/GettyHvernig kom sigur Hamilton til?Fyrirfram var ljóst að Mercedes menn hefðu á brattan að sækja í Singapúr. Hamilton ræsti fimmti, með Ferrari og Red Bull ökumennina fyrir framan sig. Árekstur Ferrari manna og Max Verstappen á Red Bull í ræsingu gerði Hamilton kleift að taka forystuna enda náði hann að skjóta sér fram fyrir Daniel Ricciardo á Red Bull í ræsingunni. Eftir fyrstu beygjurnar var Hamilton raunar aldrei ógnað enda í hans eigin orðum: „þá er nánast ómögulegt að taka fram úr hérna.“ Hamilton hefur sennilega varla trúa eigin lukku þegar hann tók við að leiða keppnina strax á fyrsta hring. Hann sigldi Mercedes bílnum svo örugglega og hikstalaust heim í fyrsta sæti og hirti 25 stig í keppni sem átti að vera honum erfið. Keppni sem Sebastian Vettel, hans helsti keppinautur var afar líklegur til að vinna. Í staðinn fékk Vettel ekkert út úr keppninni.Ferrari menn í samstuði í ræsingu.Vísir/GettyHvað varð Ferrari að falli?Augljóslega árekstur Kimi Raikkonen við Max Verstappen á ráskaflanum. Raikkonen átti afar góða ræsingu, í svona 100 metra. Eftir það fór allt á versta veg. Hann lenti í samstuði við Verstappen sem beygði til vinstri og þá inn í Raikkonen sem var að troða sér vinstra megin við Hollendinginn. Verstappen beygði til vinstri vegna þess að Vettel ætlaði að loka á hann og gerði það með því að sveigja til vinstri. Hverjum var um að kenna? Eiginlega engum. Raikkonen og Vettel gerðu Verstappen að álegginu í samloku sem var umvafin með Ferrari brauði. Saman gerðu Ferrari menn sér mestan skaða. Vettel hefur að öllum líkindum ekki séð Raikkonen og einungis ætlað að loka á Verstappen. Hins vegar gerði sú staðreynd að Raikkonen var kominn upp að hlið Verstappen það að verkum að árekstur varð. En eins og Raikkonen sagði sjálfur eftir keppnina: „Hvað átti ég að gera? Eiga lélega ræsingu? Það er ekki mitt starf.“ Á hinn bóginn hefði Verstappen þurft að taka lóðbeint á loft til að forðast árekstur. Red Bull bíllinn er ekki gæddur þeim hæfileika, ekkert ferkar en aðrir Formúlu 1 bílar. Atvikið var því að mati blaðamanns kappakstursatvik og orsökin voru samverkandi þættir. Eitt er ljóst að atvikið var Ferrari mönnum afar dýrt. Þegar talið verður upp úr kössunum í lok nóvember gæti verið ljóst að straumhvörf hafi orðið í heimsmeistarakeppni ökumanna.Hamilton verður heimsmeistari eftir harða baráttu við Sebastian Vettel, samkvæmt spá blaðamanns.Vísir/GettyKíkjum í kristalkúlunaNú þegar sex keppnir eru eftir er kominn tími til að setjast við kristalkúluna. Spurningarnar eru tvær: Hver verður heimsmeistari ökumanna og hver verður heimsmeistari bílasmiða? Forskot Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna er svo mikið að það er næstum augljóst að hann verði meistari. Hins vegar er eitt alveg öruggt, það er að Ferrari menn eru sjóðandi illir og ætla sér að bæta upp fyrir hina auðmýkjandi Singapúr keppni. Brautirnar sem eftir eru munu koma til meða að henta liðunum misvel en á heildina litið jafnast það út nokkuð vel. Hins vegar getur allt gerst í Formúlu 1 eins og sást svo vel í Singapúr. Brautin átti alls ekki að henta Mercedes en ökumenn liðsins höfnuðu í fyrsta og þriðja sæti. Spá blaðamanns er sú að Hamilton verði heimsmeistari og Mercedes taki keppni bílasmiða. Hins vegar mun baráttan í keppni ökumanna verða spennandi fram á síðustu hringi í Abú Dabí. Vettel mun berjast af hörku og Hamilton mun hljóta einhverja óheppni sem jafnar leikinn.Aston Martin er alvarlega að skoða að auka aðkomu sína að Formúlu 1 en þó beina þátttöku í fyrsta lagi 2021, skv. Andy Palmer framkvæmdastjora Aston Martin.Vísir/GettyHvern knýr hvern áfram í framtíðinni?Stór breyting er væntanleg í vélareglum í Formúlu 1 eftir tímabilið 2020. Við það mun mikil uppstokkun væntanlega eiga sér stað. En fyrst að atburðum liðinnar helgar. Honda mun hætta að þjónusta McLaren og fara yfir til Toro Rosso, systurliðs Red Bull. McLaren verður með Renault vélar á næsta ári og eitthvað inn í framtíðina. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tvö stóru nöfn í Formúlu 1 sameina krafta sína í McLaren-Renault liðið. Toro Rosso fær þá stöðu verksmiðju liðs, það er lið sem er með eigin vél. Því fylgja hærri fjárhæðir og með meiri pening á milli handanna er liðið búið að setja sér háleit markmið. Honda gaf það út um helgina að stefnan væri sett á þriðja sæti á næsta ári. Orðrómur er á kreiki um að Renault vilji ekki skaffa Red Bull vélar eftir að samningur þeirra rennur sitt skeið við lok tímabilsins 2018. Svo virðist sem Honda verði eini vélaframleiðandinn sem muni koma til með að hafa áhuga á að skaffa Red Bull vélar. Þá er vonandi fyrir Red Bull að Honda hafi náð að koma vélinni í samkeppnishæft horf. Eftir 2020 er þó líklegt að Aston Martin, bílaframleiðandinn komi inn með sína vél og skaffi þá Red Bull vélar. Orðið á götunni er þó að Dietrich Mateschitz, eigandi orkudrykkjarisans, Red Bull sé að missa áhugan á Formúlu 1. Hugsanlega er verið að undirbúa málin þannig að Honda eignist Toro Rosso liðið og taki það yfir en örlög Red Bull eru óljós ef rétt reynist.Carlos Sainz var bestur að mati blaðamanns.Vísir/GettyHver var ökumaður keppninnar?Af þeim 12 ökumönnum sem kláruðu keppnina má ætla að Hamilton hafi verið ánægðastur með dagsverkið en þó aðallega vegna áhrifa þess á heimsmeistarakeppni ökumanna. Hins vegar er ekki annað hægt að mati blaðamanns en að veit Carlos Sainz heiðurinn ökumaður keppninnar. Hann hafnaði í fjórða sæti á Toro Rosso bílnum. Það eru næst bestu úrslit liðsins, sem hefur einungis náð einu sinni í verðlaunasæti, það var þegar Vettel vann með liðinu á Monza brautinni árið 2008. Formúla Tengdar fréttir Dramatík í Singapúr | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðigar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá Singapúrkappakstrinum í Formúlu 1. 17. september 2017 14:38 Sjáðu árekstur Ferrari manna í Singapúr Ferrari menn skullu saman í ræsingunni í Singapúrkappastrinum í Formúlu 1. Báðir féllu þeir úr leik og færðu Lewis Hamilton 25 stig á silfurfati. 17. september 2017 15:03 Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Hamilton: Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. september 2017 16:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton kom inn í keppnishelgina, frekar niðurlútur og bjóst ekki við miklu úr keppninni, sem hann vann svo. Með því tók hann mikið forskot í heimsmeistarakeppnni ökumanna. Hvernig kom sigur Hamilton til? Hvað varð Ferrari að falli? Kristalkúlan verður dregin fram og spá blaðamanns um titla birt. Hvert verður framhaldið í vélamálum? Hver var ökumaður keppninnar? Allt þetta verður tekið fyrir í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var kampa(víns)kátur eftir keppnina.Vísir/GettyHvernig kom sigur Hamilton til?Fyrirfram var ljóst að Mercedes menn hefðu á brattan að sækja í Singapúr. Hamilton ræsti fimmti, með Ferrari og Red Bull ökumennina fyrir framan sig. Árekstur Ferrari manna og Max Verstappen á Red Bull í ræsingu gerði Hamilton kleift að taka forystuna enda náði hann að skjóta sér fram fyrir Daniel Ricciardo á Red Bull í ræsingunni. Eftir fyrstu beygjurnar var Hamilton raunar aldrei ógnað enda í hans eigin orðum: „þá er nánast ómögulegt að taka fram úr hérna.“ Hamilton hefur sennilega varla trúa eigin lukku þegar hann tók við að leiða keppnina strax á fyrsta hring. Hann sigldi Mercedes bílnum svo örugglega og hikstalaust heim í fyrsta sæti og hirti 25 stig í keppni sem átti að vera honum erfið. Keppni sem Sebastian Vettel, hans helsti keppinautur var afar líklegur til að vinna. Í staðinn fékk Vettel ekkert út úr keppninni.Ferrari menn í samstuði í ræsingu.Vísir/GettyHvað varð Ferrari að falli?Augljóslega árekstur Kimi Raikkonen við Max Verstappen á ráskaflanum. Raikkonen átti afar góða ræsingu, í svona 100 metra. Eftir það fór allt á versta veg. Hann lenti í samstuði við Verstappen sem beygði til vinstri og þá inn í Raikkonen sem var að troða sér vinstra megin við Hollendinginn. Verstappen beygði til vinstri vegna þess að Vettel ætlaði að loka á hann og gerði það með því að sveigja til vinstri. Hverjum var um að kenna? Eiginlega engum. Raikkonen og Vettel gerðu Verstappen að álegginu í samloku sem var umvafin með Ferrari brauði. Saman gerðu Ferrari menn sér mestan skaða. Vettel hefur að öllum líkindum ekki séð Raikkonen og einungis ætlað að loka á Verstappen. Hins vegar gerði sú staðreynd að Raikkonen var kominn upp að hlið Verstappen það að verkum að árekstur varð. En eins og Raikkonen sagði sjálfur eftir keppnina: „Hvað átti ég að gera? Eiga lélega ræsingu? Það er ekki mitt starf.“ Á hinn bóginn hefði Verstappen þurft að taka lóðbeint á loft til að forðast árekstur. Red Bull bíllinn er ekki gæddur þeim hæfileika, ekkert ferkar en aðrir Formúlu 1 bílar. Atvikið var því að mati blaðamanns kappakstursatvik og orsökin voru samverkandi þættir. Eitt er ljóst að atvikið var Ferrari mönnum afar dýrt. Þegar talið verður upp úr kössunum í lok nóvember gæti verið ljóst að straumhvörf hafi orðið í heimsmeistarakeppni ökumanna.Hamilton verður heimsmeistari eftir harða baráttu við Sebastian Vettel, samkvæmt spá blaðamanns.Vísir/GettyKíkjum í kristalkúlunaNú þegar sex keppnir eru eftir er kominn tími til að setjast við kristalkúluna. Spurningarnar eru tvær: Hver verður heimsmeistari ökumanna og hver verður heimsmeistari bílasmiða? Forskot Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna er svo mikið að það er næstum augljóst að hann verði meistari. Hins vegar er eitt alveg öruggt, það er að Ferrari menn eru sjóðandi illir og ætla sér að bæta upp fyrir hina auðmýkjandi Singapúr keppni. Brautirnar sem eftir eru munu koma til meða að henta liðunum misvel en á heildina litið jafnast það út nokkuð vel. Hins vegar getur allt gerst í Formúlu 1 eins og sást svo vel í Singapúr. Brautin átti alls ekki að henta Mercedes en ökumenn liðsins höfnuðu í fyrsta og þriðja sæti. Spá blaðamanns er sú að Hamilton verði heimsmeistari og Mercedes taki keppni bílasmiða. Hins vegar mun baráttan í keppni ökumanna verða spennandi fram á síðustu hringi í Abú Dabí. Vettel mun berjast af hörku og Hamilton mun hljóta einhverja óheppni sem jafnar leikinn.Aston Martin er alvarlega að skoða að auka aðkomu sína að Formúlu 1 en þó beina þátttöku í fyrsta lagi 2021, skv. Andy Palmer framkvæmdastjora Aston Martin.Vísir/GettyHvern knýr hvern áfram í framtíðinni?Stór breyting er væntanleg í vélareglum í Formúlu 1 eftir tímabilið 2020. Við það mun mikil uppstokkun væntanlega eiga sér stað. En fyrst að atburðum liðinnar helgar. Honda mun hætta að þjónusta McLaren og fara yfir til Toro Rosso, systurliðs Red Bull. McLaren verður með Renault vélar á næsta ári og eitthvað inn í framtíðina. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tvö stóru nöfn í Formúlu 1 sameina krafta sína í McLaren-Renault liðið. Toro Rosso fær þá stöðu verksmiðju liðs, það er lið sem er með eigin vél. Því fylgja hærri fjárhæðir og með meiri pening á milli handanna er liðið búið að setja sér háleit markmið. Honda gaf það út um helgina að stefnan væri sett á þriðja sæti á næsta ári. Orðrómur er á kreiki um að Renault vilji ekki skaffa Red Bull vélar eftir að samningur þeirra rennur sitt skeið við lok tímabilsins 2018. Svo virðist sem Honda verði eini vélaframleiðandinn sem muni koma til með að hafa áhuga á að skaffa Red Bull vélar. Þá er vonandi fyrir Red Bull að Honda hafi náð að koma vélinni í samkeppnishæft horf. Eftir 2020 er þó líklegt að Aston Martin, bílaframleiðandinn komi inn með sína vél og skaffi þá Red Bull vélar. Orðið á götunni er þó að Dietrich Mateschitz, eigandi orkudrykkjarisans, Red Bull sé að missa áhugan á Formúlu 1. Hugsanlega er verið að undirbúa málin þannig að Honda eignist Toro Rosso liðið og taki það yfir en örlög Red Bull eru óljós ef rétt reynist.Carlos Sainz var bestur að mati blaðamanns.Vísir/GettyHver var ökumaður keppninnar?Af þeim 12 ökumönnum sem kláruðu keppnina má ætla að Hamilton hafi verið ánægðastur með dagsverkið en þó aðallega vegna áhrifa þess á heimsmeistarakeppni ökumanna. Hins vegar er ekki annað hægt að mati blaðamanns en að veit Carlos Sainz heiðurinn ökumaður keppninnar. Hann hafnaði í fjórða sæti á Toro Rosso bílnum. Það eru næst bestu úrslit liðsins, sem hefur einungis náð einu sinni í verðlaunasæti, það var þegar Vettel vann með liðinu á Monza brautinni árið 2008.
Formúla Tengdar fréttir Dramatík í Singapúr | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðigar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá Singapúrkappakstrinum í Formúlu 1. 17. september 2017 14:38 Sjáðu árekstur Ferrari manna í Singapúr Ferrari menn skullu saman í ræsingunni í Singapúrkappastrinum í Formúlu 1. Báðir féllu þeir úr leik og færðu Lewis Hamilton 25 stig á silfurfati. 17. september 2017 15:03 Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Hamilton: Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. september 2017 16:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Dramatík í Singapúr | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðigar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá Singapúrkappakstrinum í Formúlu 1. 17. september 2017 14:38
Sjáðu árekstur Ferrari manna í Singapúr Ferrari menn skullu saman í ræsingunni í Singapúrkappastrinum í Formúlu 1. Báðir féllu þeir úr leik og færðu Lewis Hamilton 25 stig á silfurfati. 17. september 2017 15:03
Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04
Hamilton: Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 17. september 2017 16:00