Gubbað á ganginum og klósettpappírinn kláraðist Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2017 08:13 Um er að ræða tvær vélar frá kanadíska flugfélaginu Air Transat. Vísir/Getty Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir. Fréttir af flugi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir.
Fréttir af flugi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira