Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 22:05 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Nærri miðjunni virðist annað en minna risasvarthol vera að finna. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian. Vísindi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian.
Vísindi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira