Hin gleymdu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. september 2017 11:00 Sprengikraftur kjarnorkusprengjunnar sem Norður-Kóreumenn sprengdu á sunnudaginn var á við 120 kílótonn af sprengiefni. Það tók skjálftabylgjuna aðeins 11 mínútur að ferðast 7.630 kílómetra, þangað til jarðskjálftamælar norsku rannsóknarstöðvarinnar NORSAR greindu hana í Heiðmörk í austurhluta Noregs. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima í ágúst 1945 og sú kraftmesta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Leiðtogar útlagaríkisins hafa árum saman forgangsraðað auðlindum sínum í eflingu hernaðargetu sinnar á kostnað þegnanna. Þessi áhersla hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Norður-Kóreu. Milljónir sultu í hel í landinu á tíunda áratug síðustu aldar, er meiri áhersla var lögð á eflingu hersins. Þær milljónir manna sem búa við örbirgð í Norður-Kóreu gleymast oft í þeirri stöðluðu atburðarás sem fer af stað eftir tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu með kjarnavopn eða eldflaugar. Ögranir Norður-Kóreumanna eru ekki nýjar af nálinni en nú kveður við nýjan tón í þeirri orðræðu sem einkennir viðbrögð við þessum tilraunum. Bandaríkjaforseti hefur viðrað hugmyndir um harðari viðskiptaþvinganir og beinir orðum sínum að Kína og Rússlandi sem eiga í viðskiptum við útlagaríkið. Eins og blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Bowden útskýrir í umfjöllun sinni um Norður-Kóreu í síðasti tölublaði The Atlantic, þá eru slíkar aðgerðir hreint ekki til þess fallnar að stilla til friðar. Slíkar efnahagslegar árásir koma niður á þeim sem verst hafa það í Norður-Kóreu, auk þess sem óvíst er hvaða áhrif slík bönn hafa á viðhorf yfirvalda í Norður-Kóreu. Sú hugmynd að kjarnavopn ógni á ný heimsfriði með svo beinskeyttum hætti er í senn kunnugleg og skelfileg. Ógnin er ekki lengur bundin við Kóreuskaga, heldur er hún hnattræn. Í slíku andrúmslofti er freistandi að örvænta og leiða hugann að öðru, en eins og Robert Oppenheimer sagði á ævikvöldi sínu, eftir að hafa þróað kjarnorkusprengjuna og síðar barist gegn útbreiðslu hennar, þá er heimurinn sannarlega á leiðinni til heljar – það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann fari þangað er vilji okkar til að koma í veg fyrir það. Því ættum við að verða við ósk hinnar norðurkóresku Yeonmi Park, sem flúði Norður-Kóreu árið 2007 og hélt fyrirlestur hér á Íslandi á dögunum. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar ættu að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. „Enginn getur stöðvað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur […] Breytingarnar verða að eiga sér stað hjá fólkinu.“ Það er óskandi að fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi beinum sjónum að þeirri skelfilegu stöðu sem ríkir í Norður-Kóreu, að við tökum höndum saman við aðrar friðsamar þjóðir og beinum því til allra deiluaðila að leita friðsamlegra lausna þar sem velferð Norður-Kóreubúa verður höfð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Sprengikraftur kjarnorkusprengjunnar sem Norður-Kóreumenn sprengdu á sunnudaginn var á við 120 kílótonn af sprengiefni. Það tók skjálftabylgjuna aðeins 11 mínútur að ferðast 7.630 kílómetra, þangað til jarðskjálftamælar norsku rannsóknarstöðvarinnar NORSAR greindu hana í Heiðmörk í austurhluta Noregs. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima í ágúst 1945 og sú kraftmesta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Leiðtogar útlagaríkisins hafa árum saman forgangsraðað auðlindum sínum í eflingu hernaðargetu sinnar á kostnað þegnanna. Þessi áhersla hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Norður-Kóreu. Milljónir sultu í hel í landinu á tíunda áratug síðustu aldar, er meiri áhersla var lögð á eflingu hersins. Þær milljónir manna sem búa við örbirgð í Norður-Kóreu gleymast oft í þeirri stöðluðu atburðarás sem fer af stað eftir tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu með kjarnavopn eða eldflaugar. Ögranir Norður-Kóreumanna eru ekki nýjar af nálinni en nú kveður við nýjan tón í þeirri orðræðu sem einkennir viðbrögð við þessum tilraunum. Bandaríkjaforseti hefur viðrað hugmyndir um harðari viðskiptaþvinganir og beinir orðum sínum að Kína og Rússlandi sem eiga í viðskiptum við útlagaríkið. Eins og blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Bowden útskýrir í umfjöllun sinni um Norður-Kóreu í síðasti tölublaði The Atlantic, þá eru slíkar aðgerðir hreint ekki til þess fallnar að stilla til friðar. Slíkar efnahagslegar árásir koma niður á þeim sem verst hafa það í Norður-Kóreu, auk þess sem óvíst er hvaða áhrif slík bönn hafa á viðhorf yfirvalda í Norður-Kóreu. Sú hugmynd að kjarnavopn ógni á ný heimsfriði með svo beinskeyttum hætti er í senn kunnugleg og skelfileg. Ógnin er ekki lengur bundin við Kóreuskaga, heldur er hún hnattræn. Í slíku andrúmslofti er freistandi að örvænta og leiða hugann að öðru, en eins og Robert Oppenheimer sagði á ævikvöldi sínu, eftir að hafa þróað kjarnorkusprengjuna og síðar barist gegn útbreiðslu hennar, þá er heimurinn sannarlega á leiðinni til heljar – það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann fari þangað er vilji okkar til að koma í veg fyrir það. Því ættum við að verða við ósk hinnar norðurkóresku Yeonmi Park, sem flúði Norður-Kóreu árið 2007 og hélt fyrirlestur hér á Íslandi á dögunum. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar ættu að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. „Enginn getur stöðvað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur […] Breytingarnar verða að eiga sér stað hjá fólkinu.“ Það er óskandi að fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi beinum sjónum að þeirri skelfilegu stöðu sem ríkir í Norður-Kóreu, að við tökum höndum saman við aðrar friðsamar þjóðir og beinum því til allra deiluaðila að leita friðsamlegra lausna þar sem velferð Norður-Kóreubúa verður höfð að leiðarljósi.