Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 15:24 Innflytjendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu afnámi DACA fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46
Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44