Ösku frá brennandi skógum rignir yfir Seattle Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 17:51 Loftgæði hafa verið lítil í Seattle vegna elda í Washington og víðar í sumar. Í byrjun ágúst lá þoka yfir borginni vegna elda sem brunnu í Bresku Kólumbíu norðan landamæranna að Kanada. Vísir/AFP Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann. Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann.
Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira