Ösku frá brennandi skógum rignir yfir Seattle Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 17:51 Loftgæði hafa verið lítil í Seattle vegna elda í Washington og víðar í sumar. Í byrjun ágúst lá þoka yfir borginni vegna elda sem brunnu í Bresku Kólumbíu norðan landamæranna að Kanada. Vísir/AFP Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann. Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Miklir skógar- og kjarreldar í norðvestanverðum Bandaríkjunum hafa valdið öskufalli í kringum borgina Seattle í Washington-ríki og víðar. Reykur hefur legið yfir ríkinu undanfarið en mikil hitabylgja hefur geisað í vestanverðum Bandaríkjunum síðustu vikur. Skógar brenna í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í Washington- og Oregon-ríkjum. Reykinn hefur lagt yfir borgir allt frá Denver til Seattle, að sögn Washington Post. Fyrr í sumar loguðu eldar í Bresku Kólumbíu í Kanada og hefur reykinn lagt suður yfir landamærin. Veðuraðstæður ollu því svo að aska byrjaði að falla af himnum ofan í Seattle í Washington og Portland í Oregon í gær. Slíkt hefur ekki gerst frá því að eldgos varð í St. Helens í suðvesturhluta Washington-ríkis árið 1980. Nú er ástæðan hins vegar leifar brennandi gróðurs sem vindurinn ber með sér. Að sögn Seattle Times ætti öskufallinu að ljúka á morgun þegar vindur snýst þar. Þá gæti úrkoma hreinsað loftið.WA awoke to ash-covered cars and smokey skies. Air quality is unhealthy in many areas. Check health info & forecast: https://t.co/Bo1FSbcqln pic.twitter.com/YsSaoEWJuJ— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 5, 2017 Ár veðurfarsöfgaReykurinn frá skógareldunum hefur leitt til þess að þjóðvegi var lokað í Oregon, atburðum utandyra hefur verið aflýst og heilsuviðvaranir hafa verið gefnir út til íbúa í Seattle. Jay Inslee, ríkisstjóri Washington, lýsti yfir neyðarástandi á laugardag í öllu ríkinu. Hermenn hafa verið sendir til að berjast við eldana í Oregon. Inslee boðið hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, að heimsækja Washington til að þefa af reyknum og sjá öskuna. „Fólk er að tala um fellibylji. Við sjáum loftslagsbreytingar í skógunum okkar, það er kominn tími til að horfast í augu við raunverulega vandamálið,“ sagði Inslee en skammt er síðan fellibylurinn Harvey skall á Texas-ríki og nú stefnir Irma á Flórída. Talað hefur verið um að hnattræn hlýnun hafi veitt fellibyljunum aukinn styrk.Almost all of WA is awash in wildfire smoke today. https://t.co/VTMXMwAHaO pic.twitter.com/pKVjhmmnwu— WA Dept of Ecology (@EcologyWA) September 4, 2017 Skógar og kjarr hefur brunnið í Washington og fleiri ríkjum Bandaríkjanna í sumar. Reykur frá eldunum hefur legið yfir ríkinu undanfarið.Vísir/GettyHitabylgja gekk yfir norðvestanverð Bandaríkin í ágúst. Síðustu dagar hafa einnig verið sérstaklega heitir og um helgina er aftur spáð miklum hlýindum, þó ekki eins miklum og í síðasta mánuði. Veðurfræðingurinn Dana Felton segir við Seattle Times að þetta hafi verið ár öfga í Seattle. „Við höfum aldrei áður upplifað fimm daga í röð með hæsta hita yfir 29°C í septembermánuði í þau 120 ár sem mælingar hafa verið gerðar. Við höfum fengið okkar skerf af öfgum frá úrkomusömustu til þurrustu og heitustu. Við höfum brotið öll met,“ segir hann.
Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira