Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2017 11:53 Mike Pence og Donald Trump. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember. Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember.
Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira