Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 11:12 Mumbai er á floti en úrhelli er enn spáð næsta sólahringinn. Vísir/AFP Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Sjá meira
Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent