Trump stefnir á skattabreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2017 22:41 Donald Trump í Springfield í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39