Tæknibilun á Menningarnótt: "Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:00 Óli Palli segir að það sé ekki komið á hreint hvað olli tæknibiluninni. Vísir/Stefán Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12
Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03