Biðraðir með tugum bíla enn daglegt brauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Á 15 mínútum keyrðu 43 ökumenn inn á dæluplan Costco. vísir/ernir „Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira