Íslenski boltinn

Teigurinn: Hver skoraði besta Arnórsmarkið?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Öll tólf liðin í Pepsi-deild karla hafa nú tekið þátt í Vodafone-áskoruninni í Teignum á Stöð 2 Sport. Nú er það undir lesendum Vísis komið hver ber sigur úr býtum í leiknum.

Arnór Guðjohnsen skoraði eitt falleasta mark sem skorað hefur verið á Íslandsmótinu í knattspyrnu í seinni tíð er hann skoraði fyrir Val gegn Þrótti á Laugardalsvelli þann 29. júlí 1998.

Liðin í Pepsi-deild karla fengu öll þrjár tilraunir til að leika mark Arnórs eftir og tókst það vel hjá mörgum.

Teigurinn hefur tilnefnd sjö mörk sem má sjá hér fyrir neðan og hægt er að kjósa um neðst í fréttinni. Niðurstaðan verður svo kynnt í Teignum á föstudag klukkan 21.15.

Breiðablik: Gísli Eyjólfsson
Grindavík: Alexander Veigar Þórarinsson
ÍBV: Mikkel Maigaard
KA: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Stjarnan: Hólmbert Aron Friðjónsson
Valur: Sveinn Aron Guðjohnsen
Víkingur Ólafsvík: Kwame Quee



Fleiri fréttir

Sjá meira


×