Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur komu meðal annars fram á tónleikum á Arnórhóli um síðustu helgi og það á Menningarnótt. Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson Menningarnótt Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson
Menningarnótt Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira