Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 13:40 Fyrstu orð Peter Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Vísir/EPA Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20