Besta myndin sem hefur náðst af fjarlægri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 15:23 Samsett mynd sem sýnir yfirborð Antaresar. ESO/K. Ohnaka Hreyfingar í lofthjúpi fjarlægrar stjörnu eru greinanlegar í bestu mynd sem stjörnufræðingar hafa tekið af annarri stjörnu en sólinni. Myndin varpar nýju ljósi á hreyfingar efnis í stjörnum. Stjarnan Antares í stjörnumerkinu Sporðdrekanum er stór en tiltölulega köld stjarna sem verður á endanum að sprengistjörnu, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Hópur stjörnufræðinga náðu mynd af Antares sem er sú nákvæmasta til þessara af annarri stjörnu en sólinni okkar með því að sameina krafta nokkurra sjónauka, þar á meðal VLT-sjónauka ESO í Síle.Bendir til áður óþekktrar virkniMælingarnar notuðu þeir til þess að kortleggja yfirborð stjörnunnar og mæla hreyfingar efnis á því. Komust þeir að raun um að þunnt en ólgandi gas náði mun lengra út frá stjörnunni en spár gerðu ráð fyrir. Þessar hreyfingar eru ekki taldar vera af völdum svonefndra iðustrauma sem flytja geislun út frá kjarna margra stjarna. Stjörnufræðingarnir draga þess í stað þá ályktun að nýtt og óþekkt ferli gæti þurft til að útskýra hreyfingu gass í hjúpum svonefndra rauðra reginrisa eins og Antaresar. „Í framtíðinni er hægt að beita þesari tækni á aðrar stjörnur til að rannsaka yfirborð þeirra og gashjúpa í einstökum smáatriðum. Hingað til hefur þetta aðeins átt við um sólina okkar,“ segir Keiichi Ohnaka, frá Kaþólska háskólanum í Norður-Síle sem fór fyrir verkefninu. Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Hreyfingar í lofthjúpi fjarlægrar stjörnu eru greinanlegar í bestu mynd sem stjörnufræðingar hafa tekið af annarri stjörnu en sólinni. Myndin varpar nýju ljósi á hreyfingar efnis í stjörnum. Stjarnan Antares í stjörnumerkinu Sporðdrekanum er stór en tiltölulega köld stjarna sem verður á endanum að sprengistjörnu, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Hópur stjörnufræðinga náðu mynd af Antares sem er sú nákvæmasta til þessara af annarri stjörnu en sólinni okkar með því að sameina krafta nokkurra sjónauka, þar á meðal VLT-sjónauka ESO í Síle.Bendir til áður óþekktrar virkniMælingarnar notuðu þeir til þess að kortleggja yfirborð stjörnunnar og mæla hreyfingar efnis á því. Komust þeir að raun um að þunnt en ólgandi gas náði mun lengra út frá stjörnunni en spár gerðu ráð fyrir. Þessar hreyfingar eru ekki taldar vera af völdum svonefndra iðustrauma sem flytja geislun út frá kjarna margra stjarna. Stjörnufræðingarnir draga þess í stað þá ályktun að nýtt og óþekkt ferli gæti þurft til að útskýra hreyfingu gass í hjúpum svonefndra rauðra reginrisa eins og Antaresar. „Í framtíðinni er hægt að beita þesari tækni á aðrar stjörnur til að rannsaka yfirborð þeirra og gashjúpa í einstökum smáatriðum. Hingað til hefur þetta aðeins átt við um sólina okkar,“ segir Keiichi Ohnaka, frá Kaþólska háskólanum í Norður-Síle sem fór fyrir verkefninu.
Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira