Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 12:15 Kolfinna er miður sín að þurfa taka myndbandið út. vísir „Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30