Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. ágúst 2017 18:45 Kimi Raikkonen á ferðinni á Spa brautinni í dag. Vísir/Getty Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Felipe Massa fór vítt í beygju sjö á brautinni og Williams bíllinn hafnaði á dekkjavegg þegar skammt var liðið á æfinguna. Valtteri Bottas á Mercedss gerðist sekur um mistök þegar hann var að víkja fyrir McLaren bíl og færði sig ögn of vel úr vegi. Hann fór útaf og lenti létt á varnarvegg. Raikkonen var fljótastur, Hamilton ananr og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Þar, nokkuð á eftir komu svo Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo. Valtteri Bottas varð svo sjötti og sá síðasti sem var inna við sekúndu á eftir Raikkonen.Fernando Alonso lét úrhellið ekki stoppa sig í dag.Vísir/GettySeinni æfingin.Mercedes, Ferrari og Red Bull voru í sérflokki í dag. Því á seinni æfingunni voru sömu sex ökumenn einnig efstir þó munurinn á milli væri ögn meiri. Hamilton var fljótastur á undan Raikkonen og Bottas. Þar á eftir var Verstappen og svo Vettel. Þeir voru innan við hálfri sekúndu á eftir Hamilton. Ricciardo á Red Bull var sjötti, þó 1,3 sekúndum á eftir Hamilton. Massa tók ekki þátt í æfingunni vegna þess að skipta þurfti um grind í bílnum hans eftir áreksturinn við varnarvegginn snemma á fyrri æfingunni. Mikil rigning undir lok æfingarinnar setti strik í reikninginn og stytti æfingatíma ökumanna talsvert. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, auðvitað á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gangvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00 Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Felipe Massa fór vítt í beygju sjö á brautinni og Williams bíllinn hafnaði á dekkjavegg þegar skammt var liðið á æfinguna. Valtteri Bottas á Mercedss gerðist sekur um mistök þegar hann var að víkja fyrir McLaren bíl og færði sig ögn of vel úr vegi. Hann fór útaf og lenti létt á varnarvegg. Raikkonen var fljótastur, Hamilton ananr og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Þar, nokkuð á eftir komu svo Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo. Valtteri Bottas varð svo sjötti og sá síðasti sem var inna við sekúndu á eftir Raikkonen.Fernando Alonso lét úrhellið ekki stoppa sig í dag.Vísir/GettySeinni æfingin.Mercedes, Ferrari og Red Bull voru í sérflokki í dag. Því á seinni æfingunni voru sömu sex ökumenn einnig efstir þó munurinn á milli væri ögn meiri. Hamilton var fljótastur á undan Raikkonen og Bottas. Þar á eftir var Verstappen og svo Vettel. Þeir voru innan við hálfri sekúndu á eftir Hamilton. Ricciardo á Red Bull var sjötti, þó 1,3 sekúndum á eftir Hamilton. Massa tók ekki þátt í æfingunni vegna þess að skipta þurfti um grind í bílnum hans eftir áreksturinn við varnarvegginn snemma á fyrri æfingunni. Mikil rigning undir lok æfingarinnar setti strik í reikninginn og stytti æfingatíma ökumanna talsvert. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, auðvitað á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gangvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00 Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams. 17. ágúst 2017 18:00
Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30
Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30