Helmingur repúblikana til í að fresta kosningum ákvæði Trump það Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 13:48 Stór hluti stuðningsmanna repúblikana er tilbúinn að víkja lýðræðinu til hliðar ef það er vilji forystumanna þeirra. Vísir/AFP Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla. Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla.
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira