Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 11:15 Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu í stigaskorun annan leikinn í röð. vísir/bára dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira