Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 11:15 Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu í stigaskorun annan leikinn í röð. vísir/bára dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira