Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Donald Trump og Paul Ryan eru ekki alltaf sáttir hvor við annan. Nordicphotos/AFP Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent