Það verður líf og fjör í Iðnó á Menningarnótt, en meðal viðburða er Komið úr skúrnum!
Þar munu níu bílskúrshljómsveitir skipuðum síungum og ferskum pönkurum, rokkurum og blúsurum koma úr skúrnum og troða upp.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að heyra og sjá hvað fram fer í bílskúrum borgarinnar um þessar mundir.
Um fimmtíu bílskúrstónlistarmenn munu gleðja gesti Menninarnætur. Viðburðurinn hefst klukkan 15.00 en þá mun hinn landsþekkti tónlistarmaður Gunnar Þórðarson hleypa úr skúrnum.
Hljómsveitirnar sem koma fram eru:
15.10 Kvennabandið
15.30 Blúsband JB
16.00 Nýríki Nonni
16.30 Bítilbræður
17.00 Smyrlarnir
17.30 Nostal
18.00 Blúshljómsveit Þorkels Jóelssonar og félaga
18.30 Hellidemba
19.00 Hemmi Sæm og fylgitunglin
Pönk, rokk og blús í Iðnó á Menningarnótt
Stefán Árni Pálsson skrifar
