Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 22:12 Friðrik Dór er afar vinsæll tónlistarmaður en svo virðist sem hljóðtæknin hafi komið í veg fyrir að hann næði að blómstra á sviði í sjónvarpinu. Vísir/ Óskar P. Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets Menningarnótt Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets
Menningarnótt Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira