Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 17:51 Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum. Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum.
Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41
755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14
Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22
Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37
ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12
Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30
Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56