Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 17:51 Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum. Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum.
Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41
755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14
Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22
Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37
ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12
Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30
Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56