Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður niðurlægður vegna undirritunarinnar. vísir/EPA Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira