Von Bjarni Karlsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco. Karl frá miðríkjum BNA kominn af lútherstrúarfólki, kona frá Singapore og Indlandi alin upp í múslimskri hefð. Þau völdu að gifta sig á Íslandi úti í miðju Atlantshafi þar sem austur og vestur mætast því þeim þótti það táknrænt fyrir hjónaband sitt. Athöfnin fór fram á sólríkum degi austur við Hjálparfoss. Eftir að brúðguminn hafði tekið sér stöðu ásamt sínu nánasta kom brúðurin í fylgd síns fólks klædd hvítum drottningarkjól með síðu slöri. Chrissie Guðmundsdóttir lék á fiðlu við dunur foss og mýflugnasuð áður en móðurbróðir brúðarinnar gekk fram og flutti múslimska bæn á arabísku. Þá steig fram faðir brúðgumans og flutti kristna bæn á ensku. Allir biblíutextar sem ég studdist við í þjónustunni voru úr Gamla testamentinu; eldri en íslam og kristni. Svo var beðið Faðirvor og Al-Fatiha bæn múslima í einum allsherjar glymjanda á mörgum tungumálum á meðan brúðhjónin krupu að kristnum sið. Loks risu þau á fætur, fengu banana og mjólk og heilsuðu fólkinu sínu að indverskum hætti áður en þau tóku við drottinlegri blessun. Það sem uppúr stendur í mínum huga eftir þessa athöfn er það að við öll sem þarna vorum að fagna með brúðhjónunum gerðum það á okkar forsendum. Þarna voru einlægir múslimar og trúaðir lútheranar í bland við fólk sem játar enga trú, öll saman komin í gleði, gagnkvæmu samþykki og virðingu. Skyldi vera hægt að skapa mannheim sem er fjölmenningarlegur, litríkur og hnausþykkur af lifandi gildum sem bæta hvert annað upp? Þessi athöfn á sólskinsdegi við Hjálparfoss fyllti mig þeirri von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco. Karl frá miðríkjum BNA kominn af lútherstrúarfólki, kona frá Singapore og Indlandi alin upp í múslimskri hefð. Þau völdu að gifta sig á Íslandi úti í miðju Atlantshafi þar sem austur og vestur mætast því þeim þótti það táknrænt fyrir hjónaband sitt. Athöfnin fór fram á sólríkum degi austur við Hjálparfoss. Eftir að brúðguminn hafði tekið sér stöðu ásamt sínu nánasta kom brúðurin í fylgd síns fólks klædd hvítum drottningarkjól með síðu slöri. Chrissie Guðmundsdóttir lék á fiðlu við dunur foss og mýflugnasuð áður en móðurbróðir brúðarinnar gekk fram og flutti múslimska bæn á arabísku. Þá steig fram faðir brúðgumans og flutti kristna bæn á ensku. Allir biblíutextar sem ég studdist við í þjónustunni voru úr Gamla testamentinu; eldri en íslam og kristni. Svo var beðið Faðirvor og Al-Fatiha bæn múslima í einum allsherjar glymjanda á mörgum tungumálum á meðan brúðhjónin krupu að kristnum sið. Loks risu þau á fætur, fengu banana og mjólk og heilsuðu fólkinu sínu að indverskum hætti áður en þau tóku við drottinlegri blessun. Það sem uppúr stendur í mínum huga eftir þessa athöfn er það að við öll sem þarna vorum að fagna með brúðhjónunum gerðum það á okkar forsendum. Þarna voru einlægir múslimar og trúaðir lútheranar í bland við fólk sem játar enga trú, öll saman komin í gleði, gagnkvæmu samþykki og virðingu. Skyldi vera hægt að skapa mannheim sem er fjölmenningarlegur, litríkur og hnausþykkur af lifandi gildum sem bæta hvert annað upp? Þessi athöfn á sólskinsdegi við Hjálparfoss fyllti mig þeirri von.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun