Sport

Fimmta besta afrek Íslendings á HM í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís hefur nú komist í úrslit á HM, EM og Ólympíuleikum.
Ásdís hefur nú komist í úrslit á HM, EM og Ólympíuleikum. vísir/getty
Ásdís Hjálmsdóttir varð í gærkvöldi fimmti íslenski íþróttamaðurinn sem kemst í hóp þeirra ellefu bestu á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þetta er jafnframt þriðji besti árangur íslenskrar konu á HM.

Ásdís var í London í gærkvöldi fyrsti Íslendingurinn í fjórtán ár til að keppa til úrslita á HM eða síðan Þórey Edda Elísdóttir komst í úrslit á HM í París 2003.

Tveimur árum áður jafnaði Þórey Edda metið yfir besta árangur Íslendings á HM í frjálsum þegar hún náði 6. sæti í stangarstökki kvenna á HM í Edmonton 2001.

Sigurður Einarsson setti metið með því að enda í 6. sæti í spjótkasti á HM í Tókýó 1991. Ísland átti tvo kastara í þeim úrslitum því Einar Vilhjálmsson endaði í 9. sæti.

Bestu afrek Íslands á HM í frjálsum:

6. sæti

Sigurður Einarsson, spjótkast 1991

6. sæti

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökk 2001

9. sæti

Einar Vilhjálmsson, spjótkast 1991

9. sæti

Guðrún Arnardóttir, 400 m grindahlaup 1997

11. sæti

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökk 2003

11. sæti

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast 2017


Tengdar fréttir

Aftur ellefta í Lundúnum

Ásdís Hjálmsdóttir lenti í 11. sæti í úrslitum í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer fram á Lundúnaleikvanginum, sama velli og hún keppti á á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. Þá varð hún líka í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×