Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 08:24 Stephen Miller fer ekki leynt með aðdáun sína á yfirmanni sínum, Donald Trump. Vísir/AFP Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar. Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar.
Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira