Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2017 13:39 Sebastian Vettel vann sína fjórði keppni í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Munurinn í stigakeppni ökumanna er þá orðin 14 stig fyrir sumarfríið. Lewis Hamilton var þriðji þangað til í síðustu beygju þegar hann hleypti Bottas fram úr til að gjalda tækifærið sem Bottas veitti Hamilton fyrr í keppninni. Daniel Ricciardo lenti í samstuði við liðsfélaga sinn. Glussi úr bíl Ricciardo úðaðist á stóran kafla á brautinni og öryggisbíllinn var kallaður út. Ricciardo var úr leik strax á fyrsta hring. Að örðu leyti breyttist staða fremstu manna ekki mikið í ræsingunni. Lewis Hamilton á Mercedes missti Max Verstappen fram úr sér. Hamilton var þá orðinn fimmti. Öryggisbíllinn kom inn við lok fimmta hrings. Hamilton reyndi hvað hann gat til að skjóta sér fram úr Verstappen strax í endurræsingunni en Hollendingurinn ungi varðist vel.Lewis Hamilton á Mercedes heiðraði samkomulag sitt við Bottas og Mercedes og hleypti liðsfélaganum fram úr undir lokin.Vísir/GettyRomain Grosjean á Haas féll úr leik á 23. hring. Hann hafði komið inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekkjagang, það var að leka úr einu dekkinu. Vinstra afturdekkið sem sett var undir var ekki fest almennilega og danglaði undir bílnum. Grosjean neyddist því til að stöðva. Hamilton kom inn á hring 32 til að fá nýjan dekkjagang undir, hann kom út á brautina áfram í fimmta sæti. Vettel kom svo inn á 33. hring. Vettel kom út á brautina í öðru sæti á eftir Verstappen sem átti eftir að stoppa. Raikkonen kom svo inn í kjölfarið og kom út rétt á eftir Vettel. Mercedes menn með Bottas í fararbroddi sóttu að Ferrari mönnum um miðbik keppninnar. Vettel var að glíma við skekkju í stýrinu. Raikkonen var ítrekað að kvarta yfir liðsfélaga sínum hjá Ferrari. Finnanum fannst Vettel aka of hægt og vera að færa sig niður í gin ljónsins sem var Bottas á Mercedes. Verstappen kom loksins inn á 42. hring og tók þjónustuhlé. Hann tók í leiðinni út 10 sekúndna refsingu fyrir að aka liðsfélaga sinn út úr keppninni. Vettel tók þá aftur við forystu í keppninni. Hamilton var hreinlega hleypt fram úr Bottas í upphafi 45. hring. Hamilton var ætlað að sækja á Ferrari. Samningurinn var að Hamilton léti aftur stöðuna til Bottas ef Hamilton næði ekki fram úr Raikkonen. Bottas fékk að fara fram úr Hamilton aftur í síðustu beygjunni. Hamilton reyndi að ógna Raikkonen en allt kom fyrir ekki. Ferrari menn héldu haus undir pressu. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Munurinn í stigakeppni ökumanna er þá orðin 14 stig fyrir sumarfríið. Lewis Hamilton var þriðji þangað til í síðustu beygju þegar hann hleypti Bottas fram úr til að gjalda tækifærið sem Bottas veitti Hamilton fyrr í keppninni. Daniel Ricciardo lenti í samstuði við liðsfélaga sinn. Glussi úr bíl Ricciardo úðaðist á stóran kafla á brautinni og öryggisbíllinn var kallaður út. Ricciardo var úr leik strax á fyrsta hring. Að örðu leyti breyttist staða fremstu manna ekki mikið í ræsingunni. Lewis Hamilton á Mercedes missti Max Verstappen fram úr sér. Hamilton var þá orðinn fimmti. Öryggisbíllinn kom inn við lok fimmta hrings. Hamilton reyndi hvað hann gat til að skjóta sér fram úr Verstappen strax í endurræsingunni en Hollendingurinn ungi varðist vel.Lewis Hamilton á Mercedes heiðraði samkomulag sitt við Bottas og Mercedes og hleypti liðsfélaganum fram úr undir lokin.Vísir/GettyRomain Grosjean á Haas féll úr leik á 23. hring. Hann hafði komið inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekkjagang, það var að leka úr einu dekkinu. Vinstra afturdekkið sem sett var undir var ekki fest almennilega og danglaði undir bílnum. Grosjean neyddist því til að stöðva. Hamilton kom inn á hring 32 til að fá nýjan dekkjagang undir, hann kom út á brautina áfram í fimmta sæti. Vettel kom svo inn á 33. hring. Vettel kom út á brautina í öðru sæti á eftir Verstappen sem átti eftir að stoppa. Raikkonen kom svo inn í kjölfarið og kom út rétt á eftir Vettel. Mercedes menn með Bottas í fararbroddi sóttu að Ferrari mönnum um miðbik keppninnar. Vettel var að glíma við skekkju í stýrinu. Raikkonen var ítrekað að kvarta yfir liðsfélaga sínum hjá Ferrari. Finnanum fannst Vettel aka of hægt og vera að færa sig niður í gin ljónsins sem var Bottas á Mercedes. Verstappen kom loksins inn á 42. hring og tók þjónustuhlé. Hann tók í leiðinni út 10 sekúndna refsingu fyrir að aka liðsfélaga sinn út úr keppninni. Vettel tók þá aftur við forystu í keppninni. Hamilton var hreinlega hleypt fram úr Bottas í upphafi 45. hring. Hamilton var ætlað að sækja á Ferrari. Samningurinn var að Hamilton léti aftur stöðuna til Bottas ef Hamilton næði ekki fram úr Raikkonen. Bottas fékk að fara fram úr Hamilton aftur í síðustu beygjunni. Hamilton reyndi að ógna Raikkonen en allt kom fyrir ekki. Ferrari menn héldu haus undir pressu.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57
Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00