Vel gert, Ísland! Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. júlí 2017 07:00 Sameinuð getum við flutt fjöll. Með sameinuðu átaki hefur okkur tekist að hreyfa við hlutum sem áður virtust meitlaðir í stein. Það er eitthvað slíkt í gangi núna. Það hvernig við studdum við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sýndi Evrópu að kyn á ekki að skipta nokkru einasta máli þegar kemur að stuðningi við landslið okkar. Auðvitað á það ekki að skipta máli en við vitum samt að það hefur því miður gert það í gegnum tíðina og því þarf hreyfingu eins og þessa til að breyta því. Við getum það saman, með því að búa til stemningu. Ég las grein Hallgríms Helgasonar um það hvernig hann og fjölskylda hans reyndu að finna útsendingu af opnunarleik EM í knattspyrnu á hverjum staðnum á fætur öðrum úti í Hollandi. Viðmælendur hans vissu varla um hvað hann var að tala. Á sama tíma voru þúsundir Íslendinga búnir að kaupa sér flugmiða, og miða á völlinn til að styðja „stelpurnar okkar“. Þegar ég sá landa mína bláklædda í stúkunni syngja með þjóðsöngnum fyrri og síðari (Ég er kominn heim) þá hríslaðist um mig gæsahúðin. Þetta er bara svo gott. Þessi skilaboð til alheimsins um að kvennaboltinn sé algjörlega á pari við karlaboltann eru svo gríðarlega mikilvæg, ekki bara fyrir stelpurnar og strákana okkar heldur líka fyrir allt það fólk sem stjórnar í íþróttafélögum landsins. Allt það fólk sem ýmist er að berjast fyrir vegferð kvennaboltans eða lifir enn í þeirri villu að karlaboltinn skipti meira máli. Höldum áfram svona. Vel gert, Íslendingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sameinuð getum við flutt fjöll. Með sameinuðu átaki hefur okkur tekist að hreyfa við hlutum sem áður virtust meitlaðir í stein. Það er eitthvað slíkt í gangi núna. Það hvernig við studdum við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sýndi Evrópu að kyn á ekki að skipta nokkru einasta máli þegar kemur að stuðningi við landslið okkar. Auðvitað á það ekki að skipta máli en við vitum samt að það hefur því miður gert það í gegnum tíðina og því þarf hreyfingu eins og þessa til að breyta því. Við getum það saman, með því að búa til stemningu. Ég las grein Hallgríms Helgasonar um það hvernig hann og fjölskylda hans reyndu að finna útsendingu af opnunarleik EM í knattspyrnu á hverjum staðnum á fætur öðrum úti í Hollandi. Viðmælendur hans vissu varla um hvað hann var að tala. Á sama tíma voru þúsundir Íslendinga búnir að kaupa sér flugmiða, og miða á völlinn til að styðja „stelpurnar okkar“. Þegar ég sá landa mína bláklædda í stúkunni syngja með þjóðsöngnum fyrri og síðari (Ég er kominn heim) þá hríslaðist um mig gæsahúðin. Þetta er bara svo gott. Þessi skilaboð til alheimsins um að kvennaboltinn sé algjörlega á pari við karlaboltann eru svo gríðarlega mikilvæg, ekki bara fyrir stelpurnar og strákana okkar heldur líka fyrir allt það fólk sem stjórnar í íþróttafélögum landsins. Allt það fólk sem ýmist er að berjast fyrir vegferð kvennaboltans eða lifir enn í þeirri villu að karlaboltinn skipti meira máli. Höldum áfram svona. Vel gert, Íslendingar!
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun