Íslenski boltinn

Logi: Höfum ekki efni á því að gefa þeim tvö mörk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga vísir/stefán
„Ég get ekki verið annað en óánægður með frammistöðu minna manna í kvöld. Við byrjuðum leikinn mjög illa, vorum langt frá mönnum og í hálfgerðum eltingarleik,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir tapið í kvöld.

Víkingar töpuðu fyrir KR, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld og lék liðið vægast sagt illa á heimavelli.

„Við einfaldlega gefum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og það er bara of mikil gestrisni á móti svona liði eins og KR. Ég hef áhyggjur af því hvernig við erum að byrja leikina og við vorum bara mjög daufir í fyrri hálfleik. Við höfum samt áður sé stöðuna 2-0 undir og náð að jafna  og það reyndum við í seinni hálfleik.“

Hann segir að liðið hafi spilað betur í þeim síðari.

„Við vorum meira inn í leiknum í síðari hálfleik og við fáum á okkur þriðja markið þegar við erum að sækja á markið og reyna minnka muninn.“

Í tvígang lagði leikmaður Víkings í raun upp mark fyrir KR með lélegri sendingu.

„Við höfum ekki efni á slíkum gjöfum, því miður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×