Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. vísir/daníel Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira