Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 20:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. Tryggvi var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti leikmanna 20 ára og yngri sem lauk á Krít um helgina. Hann var með flesta framlagspunkta í keppninni, varði flest skot i, varð í þriðja sæti á frákastalistanum og í sjöunda sæti yfir stigahæstu leikmennina. Tryggvi, sem verður tvítugur í lok október, er tveir metrar og sextán sentímetrar á hæð, tveimur sentímetrum lægri en Pétur. Hve góður getur Tryggvi orðið? „Framfarirnar sem hann hefur sýnt hingað til eru alveg ótrúlegar. Ég engar takmarkanir á því hversu góður hann getur orðið, “ sagði Pétur Guðmundsson í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Tryggvi Snær yfirgefur Þór á Akureyri og gengur til liðs við hið geysisterka lið Valencia. En getur hann komist í NBA-deildina? „Ég sé það alveg fyrir mér að hann ætti að geta það. Ég held að það sé mjög gott mál að hann sé að byrja þarna í unglingaprógramminu hjá Valencia því það kemur til með að undirbúa hann enn betur,“ sagði Pétur „Hann er búinn að sýna það í Evrópumótinu að framfarirnar eru búnar að vera alveg gífurlegar á þessum þremur árum sem hann er búinn að vera að spila í íslenska boltann, “ sagði Pétur en hvað við Tryggva finnst Pétur vera mest spennandi? „Hann hefur tólin. Hann er stór, með langa handleggi og stórar hendur. Hann er náttúrulega sterkur og nýtir sér það vel. Leikskilningurinn er síðan alveg ótrúlegur hjá svona ungum manni sem hefur ekki spilað lengur en þetta. Sérstaklega í vörninni er hann að skilja hvað hann þarf að gera til þess að hjálpa liðinu,“ sagði Pétur. Það má sjá allt innslagið og viðtalið við Pétur í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti