Er gengið rétt? Þorvaldur Gylfason skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hvenær er gengið rétt og hvenær er gengið ekki rétt? Fari í helvíti sem gengið er rétt. Og þó. Þetta hefði Jón Hreggviðsson getað sagt um gengi krónunnar, býst ég við, nema þá var krónan ekki til. Krónan varð ekki til sem sjálfstæð þjóðmynt á Íslandi fyrr en 1886 og hún hefur á langri leið lent í ýmsum hremmingum. Samtök atvinnulífsins lýstu þessu vel í skemmtilegri stuttmynd á ársfundi samtakanna í fyrra.SaganFörum fljótt yfir sögu. Raungengi krónunnar, þ.e. gengið eins og það kemur af skepnunni ásamt leiðréttingu fyrir verðlagsþróun heima og erlendis, hækkaði um 100% í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918. Raungengið tvöfaldaðist vegna verðbólgu hér heima langt umfram verðbólgu í nálægum löndum þótt nafngengi krónunnar eins og það var skráð í bönkunum héldist fram til 1920 óbreytt í hlutfallinu 1:1 gagnvart danskri krónu. Þetta er holl áminning um að raungengið flýtur þótt nafngengið sé fast. Fast gengi, þ.e. fast nafngengi, er engin allsherjartrygging fyrir stöðugleika. Um 1920 tók íslenzka krónan að falla gagnvart dönsku móðurmyntinni og kostaði hver dönsk króna um 1,20 íslenzkar frá 1922 til 1932 þegar gengið náði aftur hlutfallinu í 1:1 gagnvart dönsku krónunni. Hélzt sú skipan ásamt stöðugu raungengi fram til 1939 enda var gengi krónunnar haldið föstu gagnvart sterlingspundi 1925-1939. Eftir það, þ.e. í heimsstyrjöldinni síðari, hækkaði raungengi íslenzku krónunnar aftur um 100% vegna verðbólgu hér heima umfram verðbólgu í nálægum löndum líkt og gerzt hafði einnig í fyrra stríði. Blessað stríðið, sögðu menn, því hærra gengi fylgdi meiri kaupmáttur almennings. Árin 1939-1960 var raungengið um 50%-100% hærra en það hafði áður verið og átti síðar eftir að vera. Háu gengi með tilheyrandi höftum og skömmtun var haldið við lýði allar götur fram til 1960 þegar viðreisnarstjórnin leysti hnútinn með gengisfellingu, hinni fyrstu af mörgum sem á eftir komu, m.a. ásamt uppstokkun sjávarútvegsstefnunnar. Útvegurinn var tekinn af beinu ríkisframfæri og settur á óbeint framfæri ríkisins með gengisfellingum eftir pöntun o.fl. í þeim dúr. Árin 1960-1990 hélzt raungengið á svipuðu róli og verið hafði 1914, stundum hærra, stundum lægra. Raungengið var of hátt þessi ár líkt og fyrr í þeim skilningi að það hefði verið lægra hefði útvegurinn sem var þá helzti útflutningsatvinnuvegur landsmanna þurft að standa á eigin fótum og hefði verðbólgan verið minni. Þá hefðu aðrar útflutningsgreinar trúlega náð að festa rætur við hlið útvegsins og ekki bara stóriðja fyrir tilstilli ríkisins og á óbeinu framfæri þess einnig eins og nýlegar upplýsingar um lágt orkuverð og skattaívilnanir handa erlendum orkukaupendum vitna um.HruniðÍ hruninu 2008 tók raungengið djúpa dýfu, lækkaði um þriðjung, og hefur síðan hækkað aftur smám saman í fyrra horf. Í fyrra, 2016, var raungengið orðið eins og það hafði verið 1914 og 1960-1990. Sem sagt: Enn of hátt. En bíðum við. Í hruni fellur gengið jafnan meira en tilefni er til. Það gerðist t.d. í kreppunni í Austur-Asíu 1997-1998 og aftur hér heima í hruninu. Gengishækkunin frá hruni er því öðrum þræði leiðrétting en stafar einnig af því að ferðaútvegurinn aflar nú erlends gjaldeyris í stórum stíl. Innstreymi erlendra ferðamanna á talsverðan þátt í gengishækkuninni eftir hrun líkt og innstreymi erlends lánsfjár keyrði gengi krónunnar upp á við fyrir hrun. Lánsfé og ferðamenn geta skipt um skoðun, þ.e. snúið við.FramtíðinÞeir sem telja að ferðamenn muni halda áfram að flykkjast til landsins sjá ekki ástæðu til að efast um áframhaldandi innstreymi erlends gjaldeyris og telja því að gengi krónunnar nú sé rétt og eigi varla eftir að falla. Aðrir efast um að ferðamenn haldi áfram að streyma hingað heim eins og hingað til enda voru erlendir ferðamenn miklu færri hér fyrir hrun þar eð landið þótti þá of dýrt. Gengishækkun krónunnar frá hruni hefur hleypt upp verðinu á ýmsu því sem ferðamenn kaupa hér en ekki öllu. Tveir kostnaðarliðir í bókhaldi ferðamanna eru léttvægari en áður. Gistikostnaður hefur lækkað til muna vegna aukins framboðs gistirýmis, einkum gegnum vefsetur eins og Airbnb. Hinn liðurinn er flugfargjöld sem hafa haldizt lág vegna lágs heimsverðs á olíu. Ýmislegt bendir til að báðir þessir kostnaðarliðir eigi eftir að hækka á næstu misserum. Æ fleiri borgir leitast nú við að draga úr umfangi heimagistingar vegna þess rasks sem hún þykir kalla yfir heimamenn. Fyrsta skrefið í þessa átt hér heima er nýlegt bann við rútuferðum um miðborg Reykjavíkur. Heitstrengingar stjórnvalda um ráðstafanir gegn hlýnun loftslags virðast jafnframt líklegar til að leiða til gjaldtöku af flugsamgöngum til að fækka flugferðum og draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Fari svo getur Ísland aftur orðið jafndýrt í augum útlendinga og það var fyrir hrun. En þá er þess að gæta að landið hefur í millitíðinni getið sér góðan orðstír meðal ferðamanna. Kannski það dugi. Kannski ekki. Og þó. Hvað segir Jón Hreggviðsson?Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hvenær er gengið rétt og hvenær er gengið ekki rétt? Fari í helvíti sem gengið er rétt. Og þó. Þetta hefði Jón Hreggviðsson getað sagt um gengi krónunnar, býst ég við, nema þá var krónan ekki til. Krónan varð ekki til sem sjálfstæð þjóðmynt á Íslandi fyrr en 1886 og hún hefur á langri leið lent í ýmsum hremmingum. Samtök atvinnulífsins lýstu þessu vel í skemmtilegri stuttmynd á ársfundi samtakanna í fyrra.SaganFörum fljótt yfir sögu. Raungengi krónunnar, þ.e. gengið eins og það kemur af skepnunni ásamt leiðréttingu fyrir verðlagsþróun heima og erlendis, hækkaði um 100% í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918. Raungengið tvöfaldaðist vegna verðbólgu hér heima langt umfram verðbólgu í nálægum löndum þótt nafngengi krónunnar eins og það var skráð í bönkunum héldist fram til 1920 óbreytt í hlutfallinu 1:1 gagnvart danskri krónu. Þetta er holl áminning um að raungengið flýtur þótt nafngengið sé fast. Fast gengi, þ.e. fast nafngengi, er engin allsherjartrygging fyrir stöðugleika. Um 1920 tók íslenzka krónan að falla gagnvart dönsku móðurmyntinni og kostaði hver dönsk króna um 1,20 íslenzkar frá 1922 til 1932 þegar gengið náði aftur hlutfallinu í 1:1 gagnvart dönsku krónunni. Hélzt sú skipan ásamt stöðugu raungengi fram til 1939 enda var gengi krónunnar haldið föstu gagnvart sterlingspundi 1925-1939. Eftir það, þ.e. í heimsstyrjöldinni síðari, hækkaði raungengi íslenzku krónunnar aftur um 100% vegna verðbólgu hér heima umfram verðbólgu í nálægum löndum líkt og gerzt hafði einnig í fyrra stríði. Blessað stríðið, sögðu menn, því hærra gengi fylgdi meiri kaupmáttur almennings. Árin 1939-1960 var raungengið um 50%-100% hærra en það hafði áður verið og átti síðar eftir að vera. Háu gengi með tilheyrandi höftum og skömmtun var haldið við lýði allar götur fram til 1960 þegar viðreisnarstjórnin leysti hnútinn með gengisfellingu, hinni fyrstu af mörgum sem á eftir komu, m.a. ásamt uppstokkun sjávarútvegsstefnunnar. Útvegurinn var tekinn af beinu ríkisframfæri og settur á óbeint framfæri ríkisins með gengisfellingum eftir pöntun o.fl. í þeim dúr. Árin 1960-1990 hélzt raungengið á svipuðu róli og verið hafði 1914, stundum hærra, stundum lægra. Raungengið var of hátt þessi ár líkt og fyrr í þeim skilningi að það hefði verið lægra hefði útvegurinn sem var þá helzti útflutningsatvinnuvegur landsmanna þurft að standa á eigin fótum og hefði verðbólgan verið minni. Þá hefðu aðrar útflutningsgreinar trúlega náð að festa rætur við hlið útvegsins og ekki bara stóriðja fyrir tilstilli ríkisins og á óbeinu framfæri þess einnig eins og nýlegar upplýsingar um lágt orkuverð og skattaívilnanir handa erlendum orkukaupendum vitna um.HruniðÍ hruninu 2008 tók raungengið djúpa dýfu, lækkaði um þriðjung, og hefur síðan hækkað aftur smám saman í fyrra horf. Í fyrra, 2016, var raungengið orðið eins og það hafði verið 1914 og 1960-1990. Sem sagt: Enn of hátt. En bíðum við. Í hruni fellur gengið jafnan meira en tilefni er til. Það gerðist t.d. í kreppunni í Austur-Asíu 1997-1998 og aftur hér heima í hruninu. Gengishækkunin frá hruni er því öðrum þræði leiðrétting en stafar einnig af því að ferðaútvegurinn aflar nú erlends gjaldeyris í stórum stíl. Innstreymi erlendra ferðamanna á talsverðan þátt í gengishækkuninni eftir hrun líkt og innstreymi erlends lánsfjár keyrði gengi krónunnar upp á við fyrir hrun. Lánsfé og ferðamenn geta skipt um skoðun, þ.e. snúið við.FramtíðinÞeir sem telja að ferðamenn muni halda áfram að flykkjast til landsins sjá ekki ástæðu til að efast um áframhaldandi innstreymi erlends gjaldeyris og telja því að gengi krónunnar nú sé rétt og eigi varla eftir að falla. Aðrir efast um að ferðamenn haldi áfram að streyma hingað heim eins og hingað til enda voru erlendir ferðamenn miklu færri hér fyrir hrun þar eð landið þótti þá of dýrt. Gengishækkun krónunnar frá hruni hefur hleypt upp verðinu á ýmsu því sem ferðamenn kaupa hér en ekki öllu. Tveir kostnaðarliðir í bókhaldi ferðamanna eru léttvægari en áður. Gistikostnaður hefur lækkað til muna vegna aukins framboðs gistirýmis, einkum gegnum vefsetur eins og Airbnb. Hinn liðurinn er flugfargjöld sem hafa haldizt lág vegna lágs heimsverðs á olíu. Ýmislegt bendir til að báðir þessir kostnaðarliðir eigi eftir að hækka á næstu misserum. Æ fleiri borgir leitast nú við að draga úr umfangi heimagistingar vegna þess rasks sem hún þykir kalla yfir heimamenn. Fyrsta skrefið í þessa átt hér heima er nýlegt bann við rútuferðum um miðborg Reykjavíkur. Heitstrengingar stjórnvalda um ráðstafanir gegn hlýnun loftslags virðast jafnframt líklegar til að leiða til gjaldtöku af flugsamgöngum til að fækka flugferðum og draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Fari svo getur Ísland aftur orðið jafndýrt í augum útlendinga og það var fyrir hrun. En þá er þess að gæta að landið hefur í millitíðinni getið sér góðan orðstír meðal ferðamanna. Kannski það dugi. Kannski ekki. Og þó. Hvað segir Jón Hreggviðsson?Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun