Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira