Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:31 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Terry Gou aðalframkvæmdastjóri Foxconn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AFP Taívanski raftækjaframleiðandinn Foxconn hefur tilkynnt um fjárfestingaráætlanir sínar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fjárfesta tíu milljörðum Bandaríkjadala í nýrri verksmiðju en Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði viðskiptin háð því að hann hefði náð kjöri í forsetakosningunum í nóvember. Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. Terry Gou, aðalframkvæmdastjóri Foxconn, tilkynnti um ráðahaginn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. Hann tjáði sig þó ekki um hvenær bygging verksmiðjunnar hæfist eða hvar í Wisconsin hún yrði byggð.Aldrei orðið af viðskiptunum hefði Trump ekki náð kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseti eignaði sér heiðurinn af hinni „stórkostlegu fjárfestingu“ Foxconn en hann sagði að aldrei hefði orðið af viðskiptunum hefði hann ekki náð kjöri. „Gou lagði traust sitt og trú á framtíð bandaríska hagkerfisins og þannig gerði hann svo stórkostlega fjárfestingu,“ sagði Donald Trump er hann ávarpaði blaðamannafundinn í gær. „Með öðrum orðum, ef ég hefði ekki náð kjöri, þá væri hann ábyggilega ekki að eyða tíu milljörðum.“ Foxconn er einn stærsti raftækjaframleiðandi í heimi og hefur starfað með fyrirtækjum á borð við Apple, Tesla og BMW. Það hefur um eina milljón starfsmanna á sínum snærum en um þrjú þúsund þeirra starfa nú í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Taívanski raftækjaframleiðandinn Foxconn hefur tilkynnt um fjárfestingaráætlanir sínar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fjárfesta tíu milljörðum Bandaríkjadala í nýrri verksmiðju en Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði viðskiptin háð því að hann hefði náð kjöri í forsetakosningunum í nóvember. Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. Terry Gou, aðalframkvæmdastjóri Foxconn, tilkynnti um ráðahaginn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. Hann tjáði sig þó ekki um hvenær bygging verksmiðjunnar hæfist eða hvar í Wisconsin hún yrði byggð.Aldrei orðið af viðskiptunum hefði Trump ekki náð kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseti eignaði sér heiðurinn af hinni „stórkostlegu fjárfestingu“ Foxconn en hann sagði að aldrei hefði orðið af viðskiptunum hefði hann ekki náð kjöri. „Gou lagði traust sitt og trú á framtíð bandaríska hagkerfisins og þannig gerði hann svo stórkostlega fjárfestingu,“ sagði Donald Trump er hann ávarpaði blaðamannafundinn í gær. „Með öðrum orðum, ef ég hefði ekki náð kjöri, þá væri hann ábyggilega ekki að eyða tíu milljörðum.“ Foxconn er einn stærsti raftækjaframleiðandi í heimi og hefur starfað með fyrirtækjum á borð við Apple, Tesla og BMW. Það hefur um eina milljón starfsmanna á sínum snærum en um þrjú þúsund þeirra starfa nú í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira