Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 10:41 Banni Trump við að transfólk gegni herþjónustu var mótmælt í New York í gær. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00