Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:07 Anthony Scaramucci virðist saka starfsmannastjóra Hvíta hússins um að leka upplýsingum í fjölmiðla. Vísir/AFP Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur. Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur.
Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira