Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 18:05 Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07